Þegar sólin snýst um jörðina

Punktar

Einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum trúir, að sólin snúist um jörðina. Enn fleiri hafna þróunarkenningunni, sennilega hinir sömu, og svo margir í viðbót. Það eru þeir, sem hafa komið óorði á kristni í heiminum. Enn fleiri vita ekki, hvað er fruma, litningur og geislun. Fólkið, sem trúir róttækum bókstafsklerkum að hætti Gunnars í Krossinum. Kannanir í Bandaríkjunum sýna, að þetta er sama heimska, ómenntaða bókstafsfólkið. Í Evrópu er það jaðarfólk umhverfis stofnanir á borð við Omega. En það er því miður við stjórnborðið í valdamiðstöðvum Bandaríkjanna og við gereyðingarvopn þeirra.