Þegar græðgi varð góð

Punktar

Vísindamenn telja siðblindu að nokkru leyti ættgenga. Það kann að skýra hina miklu siðblindu í viðskiptum og stjórnmálum á Íslandi. Helztu siðblindingjar Noregs hrökkluðust til Íslands á landnámsöld. Afkomendur þeirra hafa síðan lifað hér meira eða minna einangraðir án blöndunar við venjulegt fólk. Um aldir hafa yfirstéttir landsins verið meira eða minna siðblindar, samanber eilíf málaferli út af jörðum og landamerkjum. Íslenzka hrunið varð, þegar siðblinda varð þjóðtrú um aldamótin undir kjörorðinu: “Græðgi er góð”. Með því að gelda opinbert eftirlit með gerðum bófa fékk siðblinda lausan taum.