Þau fundu sér skjól

Punktar

Skoðanakönnun MMR bendir til, að fylgi flokka sé tiltölulega fast. Vinstri græn tóku í janúar 3,5% frá Sjálfstæðisflokknum. Aðrir flokkar eru í plús eða mínus einu prósenti í mánuðinum. Athyglisverðast er, að Vinstri græn auka fylgið, þótt þau hafi sætt þungri gagnrýni fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hingað til hafa flokkar glatað fylgi á samstarfi við bófana. Líklega standa Vinstri græn nær íhaldi en aðrir flokkar. Kjósendur hans eru altjend harla sáttir við samstarf um stuðning við kvótagreifa og söltun nýrrar stjórnarskrár. Sáttir við samstarf við ráðherra í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Samherja. Og samstarf við frú Andersen.