Þarna eru fleiri en kratar

Punktar

Pólitíkusar Samfylkingarinnar koma úr ýmsum áttum. Fáir eru kratar eins og Jóhanna Sigurðardóttir. Með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur komu konur úr Kvennalistanum, sem voru engir kratar. Í skjóli hennar komu líka Blairistar, sem höfðu heimsótt landsþing brezkra krata á velgengnisárum Tony Blair. Þeir reyndu að færa Samfylkinguna frá norrænum kratisma yfir í brezkan Blairisma. Með skelfilegum afleiðingum. Þarna eru framsóknarmenn, sem hugsa bara um boranir í sínu kjördæmi. Ekki má gleyma gömlu kommúnistunum. Það er söguleg tilviljun, að hefðbundinn eðalkrati norrænn skuli stýra ríkisstjórninni.