Þarf ekki að fara vestur

Punktar

Ég er ekki alþingismaður, er því hvorki í utanríkisnefnd né í þingmannanefnd Atlantshafsbandalagsins. Á engin erindi til Bandaríkjanna. Dettur ekki í hug að reyna að fara. Gæti lent í fangelsi á flugvelli bara út á misskilning. Bandarískt stjórnkerfi er samvizkulaust í meðferð útlendinga. Heldur þeim föstum mánuðum saman. Birgitta Jónsdóttir nýtur þess að vera þingmaður og nefndarmaður. Því fær hún stuðning íslenzka kerfisins gegn ósvífnum kröfum þess bandaríska. Vill komast í skrif hennar hjá samskiptasíðunni Twitter. Ósvífni Bandaríkjanna í samskiptum við umheiminn er orðin að heimsvandamáli.