Þetta gengur ekki lengur. Almenningi er misþyrmt og börn okkar og barnabörn eru sett í skuldafangelsi. Samt ganga allir glæpamennirnir enn lausir. Við vitum, að í gæzluvarðhaldi eiga að vera allir bankastjórar, aðrir yfirmenn bankanna, lánanefndir og bankaráð. Þessir aðilar frömdu í fyrrasumar og -haust eitt mesta bankarán veraldarsögunnar. Upplýsingar um það hafa þegar komið fram í fjölmiðlum, nú síðast og hrikalegast á WikiLeaks. Aðgerðaleysi eftirlitsaðila og saksóknara stingur í stúf við stöðug svipuhögg á herðar og bak almennings. Þarf að gera byltingu til að réttlætinu verði fullnægt?