Þar sem menn hata kúnnann

Punktar

Segafredo við Lækjartorg hefur látið á sjá. Í vetur fékk ég sjálfkrafa sykur og vatnsglas með espresso-kaffinu. Eins og á Ítalíu. Nú verð ég að koma að diskinum og ná í sykur, hella vatni í glas, taka servéttu. Minni þjónusta fyrir sama verð. Þó er verra, að starfsfólk er skapverra en áður. Ég benti á, að ég hafði fengið lítinn kaffiskammt, þótt ég hefði borgað fyrir stóran. Þjónustan setti upp á sig svip, baðst ekki afsökunar, og hreytti síðan í mig rétt mældu kaffi. Segafredo fær sjálfkrafa slæðing af túristum á sumrin. En hræddur er ég um, að innlendum fastagestum fækki, ef menn hata kúnnann.