“Forsetinn gekk mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýra þeim. … Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga, sem byggðust á fornum arfi. … Nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna, eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli. [Þótt] kenningar forsetans væru harðlega gagnrýndar, hélt hann áfram að lofa útrásina. Hann tók þátt í að gera lítið úr þeim röddum, sem vöruðu við hættulega miklum umsvifum íslenskra fyrirtækja.” (Úr sannleiksskýrslunni).