Þagnarmúr um borgarmútur

Punktar

Enginn borgarfulltrúi treysti sér til að segja 24 stundum frá verktökum, sem studdu framboð þeirra. Af því má ráða, að sumir borgarfulltrúar hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Borgin hefur margoft sett kíkinn fyrir blinda augað, þegar verktakar og skyldir aðilar fá aukinn byggingarétt. Erlendis er það talið þyngsti þáttur pólitískrar spillingar. Hér á landi er ekki skylt að gefa upp fjárframlög einstaklinga. Þess vegna gefa fyrirtæki fé í nafni einstakra starfsmanna til að fela framlögin. Í þessu eins og svo mörgu öðru eru íslenzk lög frumstæðari en hliðstæð lög í nágrannaríkjunum.