Ráðherra og hagsmunasamtök sjávarútvegs gamna sér núna við hugmyndir um ríkisvottun, sem staðfesti, að íslenzkur sjávarútvegur sé umhverfisvænn. Sama stefna hefur í nokkur ár verið í landbúnaði, þar sem ríkisvottun segir hann vera umhverfisvænan. Hvoru tveggja er beint gegn fjölþjóðlegri vottun, sem er strangari. Opinberir aðilar hafa barist gegn lífrænni vottun í landbúnaði og sjávarútvegurinn óttast vottun um sjálfbærni í sjávarútvegi. Útvegurinn þarf þó að selja vöruna til útlanda, þar sem neytendur taka ekki mark á þægindavottun stjórnvalda og neita bara að kaupa. Því miður.