Þægilega innivinnan

Punktar

Mér hefur aldrei fundizt Björt framtíð vera áhugaverður flokkur. Meira svona aðferð við að komast í þægilega innivinnu. Í sumum sveitarfélögum myndar hún meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Einn þingmaður flokksins flutti lofræðu um kvótagreifa á landsþingi þeirra. Svo eru þeir flottir í tauinu, sem mér finnst ekki til bóta. Í þessari kosningabaráttu eru þeir opnir í alla enda. Þannig að ég vissi ekkert um, hvað ég fengi, ef ég styddi þá. Ég efast um, að næsti stjórnarmeirihluti þurfi á þrem-fjórum þingmönnum Bjartrar framtíðar að halda. Og finnst það bara í góðu lagi. Björt framtíð endurræsir ekki samfélagið.