Fyrst sagði ríkisstjórnin texta IceSave samningsins vera leyndó, af því að Bretland og Holland heimtuðu það. Því andmæltu samningamenn Bretlands og Hollands. Leyndó-stefnan var íslenzk, ekki útlend. Síðan sagði ríkisstjórnin ekkert athugavert vera við samninginn. Lesið yrði úr honum fyrir þingmenn, svo að þeir gætu greitt atkvæði. Þingmenn og þjóðín sögðu þetta vera rugl, leyndó-samningur yrði aldrei samþykktur á Alþingi. Nú segir ríkisstjórnin aldrei hafa staðið til að hafa leyndó á þessum samningi. Ríkisstjórnin segir bara það, sem hentar á degi hverjum. Hún hrekst úr einu víginu í annað.