Ríkisstjórnin hrósar happi. Vikuleg mótmæli á Austurvelli leggjast niður um hátíðarnar af eðlilegum ástæðum. Ekki er heldur stemmning fyrir ófriðlegra andófi, því að Íslendingar eru lyddur. Þetta kætir ríkisstjórnina, sem sér fram á frið við svindl sitt og svínarí fram yfir áramót. Þetta styrkir trú hennar á, að óhætt sé að læra ekkert og gleyma engu. Að allt megi áfram vera eins og það áður var. Enginn sé ábyrgur fyrir neinu. Það hæfir þjóðinni.