Það er enginn gangráður

Punktar

Mannkynið hefur engan gangráð til að stjórna ferli okkar. Hitnun jarðar og mengun hafsins eru óviðráðanleg. Barátta menningarheima er orðin stjórnlaus í Sýrlandi og nágrenni. Fólk streymir tugþúsundum saman yfir landamæri í leit að betra lífi. Banksterar hafa tekið völd af pólitíkusum og eiga raunar næstum þá alla í Bandaríkjunum. Aldarfjórðungi eftir hrun kommúnismans er kapítalisminn að hrynja líka, orðinn að sjálfvirku skrímsli. TISA afskaffar lýðræði. Prentun verðlausra aura leikur lausum hala. Hér og þar er fólk farið að sjá storminn, Bernie Sanders í Bandaríkjunum, Jeremy Corbyn í Bretlandi, Píratar á Íslandi.