Það er ekki gúlag

Punktar

Fangabúðir Bandaríkjanna í Guantanamo á Kúbu, Abu Gharib í írak og Bagram í Afganistan eru ekki gúlag að hætti sálugu Sovétríkjanna, þótt þar séu stundaðar meiri pyntingar en tíðkuðust hjá Stalín. Þær verða ekki heldur gúlag, þótt bætt sé við fangabúðum, sem Bandaríkin láta einræðisherra í öðrum ríkjum sjá um, svo sem Hosni Mubarak í Egyptalandi, Fahd al-Saud í Sádi-Arabíu og Islam Karamof í Úzbekistan. Ólöglegt og ósiðlegt fangabúðakerfi Bandaríkjanna jafnast ekki að umfangi við gúlagið í Sovétríkjunum á tíma Stalíns og á ekki skilið þá nýjustu nafngift Amnesty, að þær séu gúlag.