Þá verða flottir tímar

Punktar

Þegar við göngum í Evrópusambandið, munu vextir smám saman lækka niður í 4-5% eins og í Evrópu. Þá munu vaxtagreiðslur af tuttugu milljón króna húsnæðisláni lækka niður í 60 þúsund krónur á mánuði. Vaxtamunur inn- og útlána verður eins og í Evrópu. Þá mun verðlag lækka um 15%. Gengissveiflur munu hverfa, því að elsku blessuð krónan verður í kirkjugarðinum. Við höfum þegar sett í lög 75% af þeim reglum Evrópusambandsins, sem Svíar hafa tekið upp hjá sér. Við losnum við séríslenzkan skort á regluverki og eftirliti, sem nú hefur leitt okkur í gjaldþrot. Og þjóðin vill breyta einmitt núna.