Hvorki Björgólfur Thor né Jón Ásgeir voru höfuðpaurar hrunsins. Stjórnandi þess var Davíð Oddsson, sem kom á fót einkavinavæðingu og eftirlitsleysi. Sem Seðlabankastjóri átti hann að passa, að erlendar skuldir bankanna færu ekki upp fyrir hundrað milljarða. Hleypti þeim upp í tvöþúsundogáttahundruð milljarða og lyfti ekki litla putta. Ekkert hrun hefði orðið á Íslandi, ef Davíð hefði ekki vísvitandi sofið á verðinum. Björgólfur Thor og Jón Ásgeir hefðu aldrei náð að setja Seðlabankann og viðskiptabankana á hausinn án frumkvæðis Davíðs Oddssonar. Terroristans, sem setti þjóðina á hausinn.