Vonandi hefur tekizt að stöðva glæpi ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar í Þjórsárverum, en hætturnar eru fleiri. Landsvirkjun er farin að undirbúa eyðileggingu Fögrufjalla og Langasjávar og talar um Gullfoss eins og krana, sem skrúfað verði frá um helgar á sumrin. Þessir villimenn eru óstöðvandi í eindregnum brotavilja og verða ekki stöðvaðir, fyrr en til valda kemur ríkisstjórn, sem stöðvar þá með handafli. Það verður vonandi stóra málið í næstu kosningum að losna við Friðrik Sófusson og Valgerði Sverrisdóttur, helztu terrorista landsins.