Terroristarnir

Punktar

Umhverfis-terroristum ríkisstjórnarinnar hefur verið boðið að skoða botn fyrirhugaðs Hálslóns við Kárahnjúka, tína þar ber og skoða fjölbreytta náttúru. Enginn vafi er á, að þeir munu ekki þekkjast boðið, enda þykjast þeir vita, að ekkert líf sé á þessum slóðum. Auðvitað er of seint að hindra terror stjórnvalda gegn ósnortinni víðáttu. Við munum hins vegar lengi muna eftir verstu terroristum landsins, sem valda tjóni með uppistöðulónum, svo sem Valgerði Sverrisdóttur og Siv Friðleifsdóttur. Halldór Ásgrímsson er sem betur fer endanlega horfinn af vettvangi, sligaður af illvirkjum sínum.