Tekið forskot á sæluna

Punktar

Gott er, að þeir, sem hafa efni á tólf milljón króna jeppa, geti fengið sér rafdrifinn jeppa á sama verði. Enn betra væri, ef hinir gætu líka, sem þurfa ódýrari bíls. Fyrsta skrefið frá benzíni og olíu er samkeppnishæft verð nýrra bíla. Annað skrefið er svo, að hægt sé að aka nýju bílunum, en svo er ekki. Hleðslan dugir í 200 kílómetra, hálfa leið til Akureyrar. Þá þarf að bíða tvo tíma meðan bíllinn hleðst. Svo er áfylling engin utan Reykjavíkur. Jepparnir nýtast bara í innanbæjarakstri. Gera þarf áætlun um hleðslustöðvar og koma þeim upp víða um land, áður en hægt er að tala í alvöru um rafbíla.