Taumlaus frekja vestfirzk

Punktar

Formaður Fjórðungssambands Vestfirðingar segir boltann vera hjá ríkinu. Það hafi stundað smáskammtalækningar á Vestfjörðum. Meira þurfi til, annars flytjist fólk brott. Albertína Elíasdóttir segir ríkisstjórnina gefa skít í Vestfirðinga. Þetta er taumlaus frekja formannsins. Ríkið getur ekki tekið að sér að hindra brottflutning milli svæða. Atvinna er góð á Vestfjörðum í samanburði við suðvesturhornið. Samgöngur hafa batnað og munu áfram batna. Ef Vestfirðingar vilja flytja annað, er ekki við ríkisstjórnina að sakast. Upphlaup formannsins er dæmi um taumlausa frekju, sem of margir temja sér.