Richard Norton-Taylor og Rory McCarthy segja í Guardian, að brezkir herforingjar á hernámssvæðinu í suðurhluta Írak kvarti um skeytingarleysi bandarískra hermanna gagnvart borgurum landsins. Ameríkanarnir séu taugaveiklaðir og skotglaðir. Fréttaskýrendurnir vitna í bezka herforingja, sem segja, að þetta sé ekki leiðin til að afla innrásarliðinu stuðnings meðal heimamanna.