Tapað stríð

Punktar

Ríkisstjórnin og Landsvirkjun hafa tapað málefnastríðinu um álver. Aðilar að útþenslu íslenzkrar kaupsýslu til útlanda hafa lagt hönd á plóginn með andstæðingum álvera. Þeir hafa furðað sig á, að ríkið styðji gamaldags grein, sem gefur litla vinnu og lítið fé, í stað þess að styðja greinar nútímans, sem gefa mikla vinnu og mikið fé. Ný metsölubók spyr spurninga, sem álvinir geta ekki svarað. Álvinnsla er dýrasta byggðastefna í heimi, brennimark þorpsómaga, sem sjá sér þann einn kost til bjargar að fá vinnu við færibandið.