Talíbanar í Pakistan

Punktar

Talíbönum gengur vel í Pakistan, einkum í Warziristan í norðurhluta landsins, þar sem Osama bin Laden fer huldu höfði. Pakistan er þó einræðis- og herstjórnarríki, sem er í bandalagi við Bandaríkin gegn alKaída. Eigi að síður hafa lög Talíbana tekið gili víðs vegar um Warziristan. Þar selja kaupmenn ekki tónlist eða kvikmyndir og rakarar svipta menn ekki skeggi. Þar er búið að sprengja upp ríkisútvarpið og koma upp trúardómstólum, sem dæma alla til hengingar. 70.000 manna herlið ríkisins hefur verið í tvö ár í þessum héruðum, en orðið að láta undan síga.