Talíbönum gengur vel í Afganistan, einkum í suðurhlutanum, þar sem eru borgirnar Kandahar og Helmand. Þeir keppa um völd í landinu við herstjóra, sem lifa á ræktun fíkniefna og sölu þeirra til Evrópu. Karzai forseti hangir við völd í hlutum höfuðborgarinnar, Kabúl, verndaður af vestrænu herliði. Ástandið í landinu hefur versnað við langvinnt hernám. Aldagömul reynsla er fyrir því, að vestrænum ríkjum með heimsveldisveiki hefur ekki tekizt að halda völdum í Afganistan. Bretar reyndu, næst Rússar, þá Bandaríkjamenn, sem nú troða vandanum upp á Nató sálugan.