Talar margt og gerir fátt

Punktar

Margir segja, að Barack Obama sé maður, sem heimurinn þurfi. Maður, sem geti lyft mönnum upp og eflt með þeim trú og traust. Ég segi hins vegar, að hann sé sölumaður snákaolíu rétt eins og Tony Blair. Að hann sé dáleiðandi eins og Davíð Oddsson. Hann kemur fáu mikilvægu í verk og skaðar margt. Hann dró lappirnar á tuttugveldafundi í Pittsburgh. Neitaði að taka þátt í aðgerðum til meira eftirlits með bönkum. Neitaði að stefna að nýjum umhverfissamningi í Kaupmannahöfn í desember. Obama blaðrar margt og fagurt eins og Tony Blair, en verkin segja fátt. Obama er forseti, sem við þurftum alls ekki.