Talað undir rós

Fjölmiðlun

Blaðamennska er með köflum aum hér á landi. Moggi fjallaði í gær á forsíðu um ráðgerðir Eystrasaltsríkja um hægfara þróun flugvarna og sagði svo: “Hefur þeim möguleika verið kastað upp hvort þetta gæti reynst lausn fyrir Íslendinga einnig, nú þegar varnarliðið í Keflavík er á förum.” Hver hefur hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna kastað upp slíkum möguleika? Hálfkveðnar vísur Moggans minna meira á Nostradamus en vestrænan fjölmiðil. Betri miðill er Blaðið, sem birti í senn á forsíðu auglýsingu frá Betsson.com fyrirtækinu um fjárhættuspil og frétt um, að auglýsingar þess séu lögbrot.