Herdís Þorgeirsdóttir prófessor hefur tekið upp gamla hugmynd þjóðarfeðra Bandaríkjanna, þeirra Benjamin Franklin og Thomas Jefferson. Þeir vildu takmarka landareign manna og jafnvel banna erfðir eigna. Töldu alltof mikil völd fylgja eignum. Síðan hefur ástandið hríðversnað. Um allan heim ráða peningaöflin stjórnmálunum. Hér eins og annars staðar mútuðu glæpabankar pólitíkusum, einkum Sjálfstæðisflokksins. Í Bandaríkjunum eru allir þingmenn á framfæri fjármagnsaflanna. Andófið í Wall Street og víðar sýnir, að unga fólkið er byrjað að skilja það. Félagslegt ranglæti er komið út í ógöngur.