Fróðlegt væri að vita, hvað kosta mundi að koma á velferð í sjúkrageiranum. Ríkið borgar ekki tannlækningar nema í afmörkuðum tilvikum. Það borgar ekki kostnað við göngudeildir spítala. Það borgar bara hluta í lyfjakostnaði. Og tregðast við að nota ný lyf, sem kosta milljónir á ári á hvern sjúkling. Komið hefur í ljós hér á landi og í nágrannalöndunum, að fólk er fúst að borga hærri skatta fyrir meiri heilbrigðisþjónustu. Til þess að við áttum okkur á umfangi vandans þarf að reikna dæmið: Hversu mikið kostar munurinn á núverandi takmörkuðu velferð sjúkrakerfisins og á fullri velferð þess?