Stundum er mæld notkun fólks á ýmsum þáttum fjölmiðla. Þá kemur jafnan í ljós, að þriðjungur fólks hefur áhuga á íþróttum. Öllum íþróttum, ekki bara fótbolta og handbolta. Þetta er svipað og sá þriðjungur fólks, sem hefur áhuga á menningu og listum. Augljóst er, að jafnvægi skortir milli framboðs og eftirspurnar þessara efnisþátta. Enn einn þriðjungur notenda hefur áhuga á pólitísku efni á borð við leiðara. Einn fjölmiðill sker sig úr í skorti á jafnvægi. Það er ríkissjónvarpið, sem kalla mætti Boltastöðina. Þar ímynda ráðamenn sér, að allir Íslendingar hafi áhuga á bolta. Því fer víðs fjarri.