Þau hundruð milljarða, sem Íslendingar eiga í skattaskjóli á aflandseyju, eru oft orðnar svona til: Þú tekur risalán í krónum í banka og lætur hann færa lánið yfir í gjaldeyri. Þú skiptir fyrirtækinu í tvennt, annað á skuldina og hitt á peningana. Þú lætur innlenda félagið rúlla og innistæður reynast engar. Féð verður eftir erlendis í erlendum gjaldeyri og er falið í skattaskjóli á aflandseyju. Þú færð semsagt lánið frítt og í gjaldeyri, sem þjóðin tapar. Kröfuhafar á innlenda félagið tapa, einkum bankinn. Þegar hann fer á hausinn, tapa skattgreiðendur kostnaði ríkisins við að endurreisa hann. Nokkrir menn verða afar ríkir. Sé þetta löglegt, eru íslenzk lög heimsins mesti viðbjóður.