Svona gerir maður ekki

Punktar

Fyrir utan mannlegan skilning er, að yfirvöld vilji senda úr landi tvær stúlkur, sem hafa verið á flótta allt sitt líf. Kristín Völundardóttir og forverar hennar í embætti forstjóra Útlendingastofnunar hafa ítrekað verið gerðar afturreka með slíkar fólskulegar ákvarðanir. Sigríður Andersen ráðherra virðist vera á sömu nótum. Þetta fólk þarf að taka sálarlíf sitt til endurskoðunar. Að telja þennan verknað vera fremjanlegan er merki um brenglun, svokallaða siðblindu. Því miður er siðblinda helzta einkenni styrjaldar Sjálfstæðisflokksins við alla þá, sem allra minnst mega sín. Siðblindan  hlýtur að vera útbreidd meðal kjósenda hans.