Svokallaður hagvöxtur

Punktar

Svokallaður hagvöxtur á þessu ári er núna 4,8%, sem er langt umfram flest vestræn ríki. Hagvöxturinn stafar þó ekki af framleiðslu, heldur af eyðslu okkar, sukki. Honum er nærri eingöngu haldið uppi af svonefndri einkaneyzlu. Á því eru bæði góðar hliðar og vondar. Það góða er, að þetta sýnir aukna kaupgetu þjóðarinnar. Ekki aðeins aukna kaupgetu hinna fáu ríkustu, heldur hins fjölmenna miðjufólks. Þjóðin er farin að hafa það mjög gott. Það vonda er, að aukin neyzla dregur úr sparnaði, fólk leggur ekki hagvöxtinn fyrir. Að miklum hluta felst hann í vöruinnflutningi, sem sóar verðmætum gjaldeyri.