Sviknir kjósendur

Punktar

Fyrir kosningar þóttust Viðreisn og Björt framtíð vilja bjóða upp kvóta, tryggja meiri almannatekjur af þjóðarauðlindinni. Benedikt Jóhannesson fjármála sagði þá: „Veiðigjald hefur verið lækkað og öllum almenningi er misboðið. … Það er stefna Viðreisnar, að afgjaldið ráðist á markaði, þar sem ákveðinn hluti kvótans verði boðinn upp á hverju ári.“ Þó segir ekkert bitastætt í stjórnarsáttmála um uppboð kvóta og hækkun auðlindarentu. Viðreisn og Björt framtíð hafa gefið fullkomlega eftir í sjávarútvegsmálum. Stjórnarsáttmálinn gefur raunar til kynna, að stjórnin ætli sér að tryggja enn frekar sterka stöðu útgerðarinnar með langtímasamningum.