Svikin sambúð

Punktar

Markaðsbúskapur og hnattvæðing hafa svikið sambúðina við velferðina um sameiginlega stjórn Evrópu eftir styrjaldir tuttugustu aldar. Starfsmenn framsækinna fyrirtækja eru orðnir að vöru, sem lýtur arðgreiðslum. Enginn er forstjóri með forstjórum nema hann reki þúsund manns. Þetta lítur vel út á teikniborðinu, en er um leið ávísun á aukin átök í þjóðfélaginu. Frönsk ungmenni ætla ekki að láta bjóða sér framtíð óstöðugrar vinnu og eru komin út á götuvígin. Þau eru framsýnni en við, en sú tíð kemur, að öll Evrópa mun ögra sambandslausum stjórnvöld