Skipulagsráð borgarinnar hefur úrskurðað, að 30 sentimetrar séu innan við mælanlega vegalengd milli vina. Vesturgata 3 má vera 30 sentimetrum hærri en ákveðið var. Gott er fyrir borgarsamfélagið að ákveða í eitt skipti fyrir öll, hvert megi vera svigrúm fyrir svindl. Enda segir í úrskurðinum, að skuggi af 30 sentimetrum “sé óverulegur og nánast ómælanlegur”. Þetta er skilgreining, sem lengi hefur skort. Menn hafa verið með reglugerðir og skipulagspappíra í höndunum og átt erfitt með að fylgja þeim eftir. Gott kjörorð í kosningabaráttunni: “Leyfum 30 sentimetra svigrúm fyrir svindl.”