Lúxus matgæðinga verður dýrari með hverju árinu og senn ófáanlegur. 850 grömm af hvítsveppum, svonefndum “tartufo” frá Ítalíu, voru nýlega seld á uppboði á 42.000 evrur eða þrjár milljónir króna. Svartsveppir eru annað afbrigði, “truffles” frá Frans og hafa hingað til verið litlu ódýrari. Hvorir tveggja eru sveppir, sem finnast undir yfirborði jarðar og eru grafnir upp með aðstoð svína, sem eru sérþjálfuð til að finna af þeim magnaða lyktina. Þegar verð er komið í slíkar upphæðir, verða dauðlegir menn að hætta. Tournedos Rossini á Mirabelle verður bara minning úr æsku.