Alþingi lofaði rannsókn á Seðlabankanum. Skriflega. Við þurfum hana. Viljum vita, hvernig bankinn fyllti kjallarann af brettum með verðlausum pappírum. Hvernig bankinn gat leyft viðskiptabönkunum að soga allan gjaldeyri út úr Seðlabankanum í skjóli verðlausra pappíra. Hvernig þessi ástarbréf leiddu til tjóns, sem nam 13% af landsframleiðslunni. Hvernig bankastjórn Davíðs Oddssonar gat orðið langdýrasta tjónið í gervöllu hruninu. Hvernig tugir hámenntaðra manna í bankanum gátu horft upp á vitfirringu Davíðs og samt haldið að sér höndum. Alþingi hefur svikið okkur um þessa brýnu rannsókn.