Sveiflur á raunverði íbúða eru eðlilegar og hafa alltaf verið. Sumir kaupa í toppi og tapa, aðrir kaupa í botni og græða. Fasteignabólan fyrir Davíðshrun var ekki ný bóla, að vísu risavaxin. Fólk verður að gera ráð fyrir bólum, þegar það kaupir steypu. Kannski 15% sveiflu. Slík bóla er bara eitthvað, sem fólk tekur á sig án þess að mögla. Það getur talið sig óheppið, en varla heimtað að einhverjir aðrir borgi. Sveiflan var þó meiri en þetta árin 2005, 2006 og 2007. Það getur verið samfélagsleg nauðsyn að bæta fólki þá bólu að hluta. Að hluta, því að við megum ekki þjóðnýta allan vanda í samfélaginu.