Sveiflast ekki

Punktar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ber höfðinu við steininn, þorir ekki að skamma Sjálfstæðisflokkinn fyrir svik í Þjórsárverum, en skammar Samfylkinguna fyrir að berast ávallt með vindinum. Friðrik Sófusson í Landsvirkjun berst hins vegar ekki með vindinum. Hann hefur að vísu neyðst til að semja við Skeiða- og Gnúpverjahrepp um að skjóta á frest miðlunarlóni í verunum. Hann grætur þá niðurstöðu, nefnir milljarðinn sem hann hefur sóað í ráðagerðir þar og segir aðra virkjunarkosti vera dýrari. Er ekki kominn tími til, að Friðrik verði sendiherrafrú í Mósambik?