Dollarinn hefur lagazt í febrúar, enda fá fjármagnseigendur jafnan bjartsýnisköst, þegar þeim er lofað einhverju, þótt reynslan eigi að segja þeim annað. Carter Dougherty hefur í International Herald Tribunne eftir fagmönnum, að dollarinn byrji aftur að síga á þessu ári og fara neðar en hann var lægstur í árslok í fyrra, niður undir 55 krónur, ef hún fylgir evrunni, sem mun halda áfram að hækka, eftir því sem Carter Dougherty segir í annarri grein í IHT. Hann byggir skoðun sína meðal annars á, að efnahagslíf Evrópu sé um það bil að taka flugið að loknu áralöngu tímabili lítils hagvaxtar.