Héraðsdómur hafnaði í morgun kröfu Vilhjálms Bjarnasonar lektors um aðgang að gögnum úr gjaldþroti Glitnis. Þau fjölluðu um starfslokasamning Bjarna Ármannssonar. Samkvæmt dóminum getur hluthafi ekki fengið gögn úr þrotabúi til að kanna réttarstöðu sína. Samkvæmt dóminum á hluthafi engan rétt. Þar með er Héraðsdómur Reykjavíkur að varðveita ruglið, sem tíðkaðist hér fram að hruni. Ég óttast, að dómstólar muni áfram bregðast þjóðinni á svipaðan hátt. Með sama áframhaldi tekur fólkið lögin í sínar hendur. Kona, sem sætti nauðgun, kaus heldur að láta berja nauðgarann en að setja málið fyrir dóm.