Svartsýnn Solana

Punktar

Jaiver Solana, eins konar utanríkis- og öryggisráðherra Evrópusambandsins, lýsir sambúð Evrópu og Bandaríkjanna í viðtali við Judy Dempsey í International Herald Tribune í dag. Hann er svartsýnn í því viðtali, telur ólíklegt, að árangur náist af fundum George W. Bush Bandaríkjaforseta með forustumönnum sambandsins. Solana lýsir tveimur mikilvægum atriðum, að fjögurra ára kjörtímabi samningaviðræðna leysi af hólmi fjögurra ára kjörtímabil stríðs, að fjögurra ára kjörtímabil samtals leysi af hólmi af fjögurra ára tímabili samtals. Flestir búast við meiri froðu en innihaldi.