Svartsýnir auðmenn

Punktar

Hnattrænir auðmenn hittust um daginn í Svíþjóð til að meta ástandið í heiminum og voru svartsýnni en nokkru sinni fyrr. Þeir ræddu um hrun alþjóðareglna að frumkvæði Bandaríkjanna og aukna andstöðu almennings við hnattvæðingu, um hörmuleg áhrif glannagangs Banaríkjanna í Írak og um að Bandaríkin séu hætt að vera góða aflið í heiminum, um hnökra í samruna Evrópuríkja og samstarfi Arabaríkja. Þeir höfðu áhyggjur af John Bolton, sem orðinn er sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hafa margsagt, að samtökin séu marklaus. Við virðumst vera að lifa Jobsbók á nýjan hátt.