Svarti misskilningurinn

Punktar

Tilraun Benedikts Jóhannessonar til að innkalla verðmikla peningaseðla er byggð á misskilningi. Gamlar konur, sem gefa seðla í afmælum, draga þá ekki upp úr töskum að hætti fíkniefna-heildsala. Fólk, sem borgar píparanum svart, er ekki heldur að gera slíkt. Yfirgnæfandi meirihluti svarta hagkerfisins er hjá félögum Benedikts í eignatoppi samfélagsins. Svart hagkerfi er minnst í seðlum og mest á reikningum í bönkum. Þar er það flutt milli banka um allan heim á sekúndubroti, samkvæmt frjálsu peningaflæði auðhyggjunnar. Svarta hagkerfið felst fyrst og fremst í gamalkunnum þjófnaði, hækkun í hafi. Þar eru framin öll helztu skattsvik Íslendinga.