Því róttækari óvinur náttúrunnar sem Landsvirkjun verður undir stjórn Friðriks Sófussonar, þeim mun meira fjalla talsmenn fyrirtækisins um djúpa virðingu þess fyrir náttúrunni. Þetta er íslenzka útgáfan af Newspeak, tungumálinu í 1984, bók George Orwell um hryllingsríki framtíðarinnar, þar sem stríð voru skipulögð í friðarráðuneytinu og lögregluofbeldi í ástarráðuneytinu. Svart er hvítt á máli Landsvirkjunar. Ímyndarfræðingar segja, að þessi aðferð auðveldi mönnum að valta yfir aðra, enda er hún mikið notuð í bandarískri pólitík.
