Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ríkisstjórnina þurfa að svara kalli fólks um mannabreytingar. Nánar til tekið mannabreytingar í ríkisstjórninni, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Þannig hefur hún raunar tekið undir helztu kröfu andófsfólks. Ingibjörg Sólrún skilur núna, að hvarvetna í lýðræðisríkjunum þurfa menn að taka ábyrgð á mistökum sínum. Ef lykilmönnum hrunsins verður fórnað, getur Samfylkingin sennilega gengið óklofin til kosninga að vori. Yfirlýsing formannsins er fyrsta merki þess, að íslenzkur valdamaður stígi úr fílabeinsturni sínum. Telji sig ekki yfir aðra hafin.