Vilhjálmur Bjarnason, siðvæðingarmaður í fjármálum, tætti í gær sundur gein Helga Sigurðssonar lögmanns. Sá hafi í Fréttablaðinu gefið uppskrift að, hvernig megi snuða aðra. Helgi var yfirlögmaður bankans og fékk kúlulán upp á hálfan milljarð. Síðan úrskurðaði hann, að skuldarar kúlulána þyrftu ekki að borga krónu. Vegna sölubanns á hlutabréfum, sem er hugmyndafræði, er Vilhjálmur neitar að skilja. Grein Helga sýnir skort lögmanns á innsýn í spillingu. Lætur sér detta í hug að skrifa grein um, að afskrift eigin kúluláns sé eðlileg. En siðuðu fólki finnst vinnubrögð bankans óskiljanleg.