Sundrungartákn Íslands

Punktar

Forsetinn reynir að magna úlfúð á landsbyggðinni gegn Reykjavík. Fór ófögrum orðum um hverfi 101 í Reykjavík á fyrsta fundinum í Grindavík. Telur slíka umræðu fara vel í landsbyggðina. Gerir ráð fyrir lítilli greind fundarmanna. Í samræmi við aðra framgöngu hans í kosningabaráttunni. Gott er þó, að hann notar ekki strámenn til að þeyta leðju um samfélagið, heldur stendur sjálfur við viftuna. Enginn hefur gert meira til að sundra þjóðfélaginu en Ólafur Ragnar Grímsson. Menn annað hvort elska hann eða hata. Þessi gamli maður er ýkt útgáfa af gamaldags pólitík frá 2007, sem setti þjóðina á hausinn 2008.