Súdan er næst

Punktar

George W. Bush sagði í gær, að æskilegt sé, að Atlantshafsbandalagið taki meiri þátt í friðargæzlu í héraðinu Darfur í Súdan. Nató er þar nú með flugliða, sem flytja afríkanska hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í raun er Bush að segja, að Afríka ráði ekki við verkefnið og að Bandaríkin hafi ekki tök á að gera meira vegna anna við stríðsbrölt annars staðar í heiminum. Nató var illu heilli dregið inn í Afganistan til að létta á Badaríkjunum. Ljóst er, að Bandaríkin vilja meira en litla fingurinn, sem þeim var réttur þar.